Svona opnar þú veitingastað

Byrjaðu á skipulaginu

Kaffi og kökur á hafnarbakkanum, grillmatur beint af pallbílnum eða sex rétta máltíð heima í stofu – spurningin er, hvernig ætti eftirlætis veitingastaður þinn að líta út og bragðast? Eftir því sem konseptið er skemmtilegra, því ánægðari verða viðskiptavinirnir. Sérviska og undarlegheit eru þó ekki takmarkið – reyndu heldur að skapa veitingastað sem þú myndir elska að koma á.

Staðsetning er lykilatriði. Á sumrin hafa bestu staðirnir m.a. verið götuhorn, almenningsgarðar og húsaport. Að vetri til hefur veitingafólk frekar valið að opna dyrnar að heimilum sínum, skrifstofum eða að öðrum hlýjum rýmum.

Náðu til kúnnanna

Þegar þú hefur valið staðsetningu og skipulagt matseðilinn skaltu skrá veitingastaðinn á síðuna okkar. Láttu þér detta í hug grípandi nafn sem endurspeglar hugmyndina að staðnum, ákveddu opnunartíma og bættu við þeim upplýsingum sem þér finnst skipta máli (þú getur breytt þeim síðar). Notaðu svo samfélagssíður eins og facebook til að ná til fleira fólks.

Athugið að veitingastaðir sem hafa augljósan viðskiptalegan, pólitískan eða trúarlegan tilgang eða veitingastaðir sem eru tengdir þekktum vörumerkjum eða ætlað að auglýsa viðskiptastarfsemi verða fjarlægðir úr þjónustunni.

Vertu vel undirbúin

Fáðu vini þína til liðs við þig því þú munt líklega þurfa á hjálpinni að halda. Veitingarekstur krefst mikillar vinnu (jafnvel í einn dag) og því er mun skilvirkara að vinna í teymi og svo gerir það líka daginn mun skemmtilegri.

Veittu nægum tíma í undirbúning á matnum, hafðu nægilega stóra geymsluaðstöðu fyrir kaldan og heitan mat og gerðu ráð fyrir óvæntum uppákomum. Geturu haldið matnum heitum eins lengi og þörf er á? Reyndu að vera raunsær með hversu marga þú getur afgreitt. Einnig er gott að vera með áætlun ef veðrið breytist.

Miðlaðu af reynslunni

Restaurant Day byggist á athafna- og sjálfboðastarfsemi. Ef þú hefur spurningar sem snúa að veitingarekstri leggjum við til að þú spyrjir á Restaurant Day Ambassadors síðu hátíðarinnar því þar eru aðrir og fyrri þátttakendur saman komnir. Þar verða líka nýjustu upplýsingar sem snúa að deginum og þar viljum við hvetja fólk til þess að miðla af eigin reynslu og upplifunum.

Vinsamlegast athugið að þessi síða er eingöngu ætluð til þess að taka saman og deila upplýsingum um veitingastaði sem eru skráðir á daginn. Sem veitingaaðili berð þú persónulega ábyrgð á öllu sem viðkemur þínum veitingastað.